Kvaðning


Ligg ég eftir langa drauma,
Liggur stirður, hugur sljór.
Harið finn ég kröftugt krauma,
Kreistir hefnd ef fyrrum sór.
Heiðin býr að blindum,
Horfi ég mót svörtum tindum,
Hel býr þar í mörgum myndum:
Myrkur, kuldi ís og snjór.

Heljarsál af himnum steyptist,
HafðI af mér bú og menn.
Hatrið inn í hugann geyptist,
Heldur mér á lífi enn.
Fleyjum þínum feigðin grandi,
Finn ég þig á sjó og landi.
Kem ég til þín forni fjandi,
Fundir okkar nálgast senn.

Morgunsól á miðri heiðI,
Minningarnar sækja á.
Mikil er og römm sú reiðI,
Rífur sárin hatrið þá.
Eitt sinn átti fljóð að finna
Sem fallig gætti barna minna,
En núna hef ég verk að vinna:
Vega blóðga, stinga' og flá.

Höldum nú á feigðarinnar fund,
þetta ferðalag mun telja okkar daga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar.
Höldum nú á feigðarinnar fund,
þetta ferðalag er köllun vor og saga.
Vaskir menn á vígamóðri stund
Og Valhöll bíður okkar allra þá.







Captcha
La canción de Skalmold Kvaðning es presentada a usted por Lyrics-Keeper. Es posible utilizar widget como karaoke de la canción Kvaðning, si hay la posibilidad de cargar el acompañamiento(archivos .kar y .mid). Es accesible también la traducción correcta de las canciones para ciertas composiciones Puede descargar también la traducción de letra de cancion Kvaðning aquí. Tratamos las letras de la cancion sean más exactas, por eso si usted tiene ciertas correcciones sobre la letra de cancion, expidelos por favor. Si quiere descargar gratis la canción Skalmold Kvaðning nel formato mp3, visite a uno de nuestros patrocinadores musicales.