Rómeó Og Júlía


Uppi í risinu sérðu lítið ljós,
heit hjörtu, fölnuð rós
Matarleifar, bogin skeið,
undan oddinum samviskan sveið

Þau trúðu á draumamyrkrið svalt,
draumarnir tilbáðu þau
Fingurnir gældu við stálið kalt,
lífsvökvann dælan saug

Draumarnir langir runnu í eitt,
dofin þau fylgdu með,
sprautan varð lífið, með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske

Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef,
óttann þræddu upp á þráð
Ekkert gat skeð því það var ekkert ef,
ef vel var að gáð

Hittust á laun, léku í friði og ró,
í skugganum sat Talía
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó,
við hlið hans sat Júlía

Trúðu á draumamyrkrið svalt,
draumarnir tilbáðu þau
Rómeó - Júlía

Þegar kaldir vindar haustsins blása,
naprir um göturnar,
sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása
í von um líf í æðarnar

Því Rómeó villtist inn á annað svið,
hans hlutverk gekk ekki þar
Of stór skammtur stytti þá bið
inni á klósetti á óþekktum bar

Hittust á laun , léku í friði







Captcha
Liedje Bubbi Morthens Rómeó Og Júlía is beschikbaar gesteld door Lyrics-Keeper. U kunt de widget gebruiken als een karaoke versie van de lied Rómeó Og Júlíamits er een instrumentale versie(.mid of .kar bestanden) aanwezig is. Sommige composities beschikken over een correcte vertaling. Hier kunt U ook de vertaling van de liedje Bubbi Morthens Rómeó Og Júlía downloaden. Wij doen ons best zodat de woorden van liedje correct zijn, daarom mocht U opmerkingen of correcties voor dit liedje hebben, stuur die dan alstublieft naar ons. Als U liedje Rómeó Og Júlía in mp3 formaat gratis wilt downloaden, bezoek dan een van onze muzikale sponsors.