Heima


Víkingur á vorkvöldi
Vakir yfir ánum.
Fullþroskaðar fífunar
Fellir hann með ljánum.

Baldur heitir bóndinn
Sem beitir þarna ljánum.
Friðartímar, falleg nótt,
Fjölskyldan hans sefur.
Hæfilega heitan brodd
Heimalningnum gefur.

Baldur heitir bóndinn
Sem bústnu lambi gefur.

Gleður bæðI goð og menn,
Gæfan fylgir honum.
Víf hann á sem værðarleg
Vakir yfir sonum.

Baldur heitir bóndinn
Sem býr að þessum sonum.

Hann á þessa heiðnu jörð:
Hæðir, tún og lækir
Baldur heitir bóndinn sem
Bagga sína sækir.

Baldur heitir bóndinn
Sem bagga sína sækir

Goðunum þakkar hann góðæristímana langa,
Gjöfult er landið frá fjalli og allt út á skaga.
LangsverðIð hans hefur lengi fengið að hanga
Lóðrétt við síðu því engin er þörf á að draga.

Blikur á lofti og brátt gæti örlagavindur
Blásið um sveitirnar hráslagalegur og kaldur.
Við Urðarbrunn Skuld núna örlagahnútana bindur
Uggalausum manni og maðurinn sá heitir Baldur.







Captcha
Widget
A canção da Skalmold Heima é apresentado-lhe por obséquio Lyrics-Keeper. O widget pode ser usado como uma canção do karaokê Heima, em caso de poder carregar o fundo(arquivos .midi ou .kar). Para algumas canções disponíveis para corrigir a tradução da canção. Você também pode baixar cá uma tradução das letras da musica Skalmold Heima. Nós tentamos as reproduzir as letras de Heima de forma mais precisa portanto se tiver alguns modificações a introduzir em as letras de músicas, faça o favor, enviar-no-las. Se deseja baixar(download) música Skalmold Heimano formato mp3 grátis visite um dos nossos patrocinadores músicais.