Trúir Thú á Engla


Það er garður vid götuna þar sem ég bý
med gömlu fólki í stað blóma
Þar finnurðu höfuð full af minningum
og augu sem einmana ljóma
vegna löngu liðinna kossa
löngu liðinna ára
Þessi gömlu hjörtu þjást
Hún lifir eins lengi og þau lifa
þessi gamla ást

Trúir þú á Engla sem villast í stórborg
og vafra einmana um götur og torg
Trúir þú á Engla sem komu til að gefa
gömlu fólki frið og ótta þess að sefa
en villtust af leið
en villtust af leið

Þad er bar i hverfinu þar sem ég bý
fullur af saktarkennd kvenna
þar finnurðu ótta og angist í glösum
af innbyrgðri reiði þær brenna
vegna löngu liðinna högga
löngu liðinna tára
þessar köldu konur þjást
Hún lifir eins lengi og þau lifa
lygin um sanna ást

Trúir þú á Engla sem villast í stórborg
og vafra einmana um götur og torg
Trúir þú á Engla sem komu til ad gefa
gömlu fólki frið og ótta þess ad sefa
en villtust af leið
en villtust af leið







Captcha
Das Lied von Bubbi Morthens wird Ihnen von Lyrics-Keeper angeboten. Widget kann als Karaoke zum Lied Bubbi Morthens Trúir Thú á Engla benutzt werden, wenn Sie die Moglichkeit haben, den Backing Track herunterzuladen. Fur einige Kompositionen ist die richtige Ubersetzung des Liedes zuganglich. Hier konnen Sie auch die Ubersetzung des Liedes herunterladen. Wir bemuhen uns, den Text zum Lied moglichst genau zu machen, deswegen bitten wir Sie um eine Mitteilung, falls etwas im Text zum Lied korrigiert werden muss. Wenn Sie das Lied Bubbi Morthens Trúir Thú á Engla kostenlos im MP3-Format herunterladen mochten, besuchen Sie bitte einen von unseren Musiksponsoren.